Fyrri mynd
Nsta mynd
Ok
Velkomin heimasu Bkatgfu Tinds. Vi notum vefkkur (e. cookies) til ess a bta upplifun na og greina umfer um suna.
Me v a nota vefsuna samykkir notkun vefkkum og skilmla okkar.
Opna valmynd Loka valmynd
 
Bkatgfan Tindur Kt. 450913-0810 Lerkilundur 32 600 Akureyri
Smi: 777 2777 Email: tindur@tindur.is helgihjojonsson@gmail.com
Heimsktu okkur Facebook

Skilmálar

Almennt

 1. Bókaútgáfan Tindur er einkahlutafélag og lögheimili er Lerkilundi 32, 600 Akureyri. Kennitala er 450913-0810 og virðisaukaskattsnúmer er 115373.
 2. Tindur leggur áherslu á góða og trausta þjónustu. Stuðst er við íslensk lög um réttindi neytenda, persónuvernd og rafræn viðskipti (lög nr.77/2000, nr.30/2002 og nr.48/2003).
 3. Kaupandi telst samþykkja þessa skilmála og hafa lesið þá með því að merkja við „Ég hef lesið og samþykki skilmála“ á heimasíðunni við kaup á vöru eða þjónustu í gegnum heimasíðuna tindur.is.
 4. Komi upp vafamál varðandi skilmála þessa eða vörukaup þá leitast Tindur við að leysa þau mál af sanngirni fyrir bæði kaupanda og söluaðila. Rísi þrátt fyrir það upp ágreiningur þá er hægt að bera bera málið undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárskaupa hjá Neytendastofu. Fari mál fyrir dómstóla þá skal það rekið í fyrir dómstólum á Akureyri.

Trúnaður

 1. Allar persónulegar upplýsingar eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og ekki afhentar 3ja aðila, nema í þeim tilfellum þar sem greiðsla fer í gegnum greiðslukortafyrirtæki eða þegar vara er send í gegnum flutningsaðila. Þær upplýsingar eru þó takmarkaðar við nauðsynlegar upplýsingar til þess að láta sölu ganga í gegn og senda vöru.
 2. Upplýsingar um greiðslukort eru ekki undir neinum kringumstæðum vistaðar á heimasíðu Tinds (tindur.is).

Greiðsla

 1. Greiðsla á vöru með kreditkorti fer í gegnum öruggt vefsvæði Dalpay.
 2. Upplýsingar um greiðslukort fara ekki í gegnum heimasíðuna tindur.is og eru ekki undir kringumstæðum hýstar á vefsvæði eða vefþjónum Tinds.
 3. Kaupandi greiðir ávallt fyrir flutningskostnað vöru, annað hvort fyrirfram eða í gegnum póstkröfu.
 4. Vörur eru ekki seldar í gegnum reikningsviðskipti á heimasíðunni nema um það hafi verið samið sérstaklega fyrirfram (til dæmis í gegnum fyrri viðskipti).
 5. Tindur telst ávallt eigandi vöru uns greitt hefur verið fyrir hana að fullu.

Afhending

 1. Vara er að öllu jöfnu send samdægus hafi kaup verið gerð fyrir klukkan 13:00 á virkum degi. Vörur keyptar eftir þann tíma sendar næsta virka dag.
 2. Ef vara er ekki til á lager þá mun Tindur hafa samband við kaupanda og tilkynna honum um tafir við afhendingu.
 3. Vara telst afhent um leið og kaupandi sækir vöru eða þegar vara hefur verið afhent flutningsaðila.
 4. Skemmdir sem kunna að verða á vöru í flutningi eru á ábyrgð flutningsaðila.

Vöruskil og ábyrgð

 1. Vöru má skila innan 30 daga, gegn framvísun kvittunar.
 2. Aðeins er hægt að skila ónotuðum vörum í óopnuðum upprunalegum umbúðum í söluhæfu ástandi.
 3. Skila má vörum sem eru keyptar eru gallaðar, enda augljóst að varan hafi verið afhent gölluð og að kaupandi tilkynnir um galla á vörunni um leið og hann fær vörunna afhenta. Í þessu tilfelli telst kaupandi hafa fengið vöru afhenta þegar vara er sótt til Tinds beint eða þegar vara er afhent kaupanda af flutningsaðila.
 4. Kaupandi greiðir sendingarkostnað fyrir vörur sem á að skila. Ekki er tekið við vörum sem sendar eru með póstkröfu. Hafi vara verið afhent gölluð þá greiðir Tindur fyrir sendingarkostnað innanlands.

Höfundaréttur

 1. Allar vörur Tinds eru seldar samkvæmt höfundaréttalögum á Íslandi. Ekki má selja, dreifa eða fjölfalda bækur, rafrænt efni, myndir eða geisladiska sem Tindur selur, hvort sem það er að hluta til eða í heild.
 2. Í þeim tilfellum þar sem óskað eftir afritun eða notkun á efni skal hafa samband við Tind og fá leyfi til slíks. Að öllu jöfnu er slíkt leyfi ekki veitt endurgjaldslaust.

Akureyri 25. nóvember 2013
Bókaútgáfan Tindur ehf.
Kt. 450913-0810
b.t. Helgi Jónsson

Bkatgfan Tindur Kt. 450913-0810 Lerkilundur 32 600 Akureyri
Smi: 777 2777 Email: tindur@tindur.is helgihjojonsson@gmail.com
Heimsktu okkur Facebook