Fyrri mynd
Nćsta mynd

Fréttir

12. desember 2012
Íslensk knattspyrna 2012 eftir Víði Sigurðsson er komin í verslanir. Í þessari bók er allt að finna um íslenska knattspyrnu árið 2012. Bókin er 256 blaðsíður að stærð og ljósmyndir tæplega 400.
26. nóvember 2012
Biðinni er lokið! Dagbók Eddu Björgvins er komin í búðir. Við höfum nefnilega gengist við glæpnum en Edda hefur lýst því yfir að dagbókin sé týnd! Það vorum við sem fundum hana og ákváðum að gefa hana út (bókina) í stóru upplagi.
21. nóvember 2012
Ein umdeildasta skáldsaga 20. aldar
Tindur hefur gefið út Síðustu freistinguna eftir Nikos Kazantzakis í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar. Bókin kom fyrst út árið 1953 og varð afar umdeild um allan heim, en bókin veitti nýja sýn á Jesú og líf hans. Martin Scorsese gerði bíómynd eftir bókinni árið 1988.
17. nóvember 2012
Davíð Þór Jónsson skrifar vísindaskáldsögu
Davíð Þór Jónsson hefur sent frá sér vísindaskáldsöguna ORRUSTAN UM FOLD, sem Tindur gefur út fyrir þessi jól. Talsvert hefur verið spurt um hana en nú er bókin sumsé komin í búðir.
10. nóvember 2012
Biblía hundaeigandans komin í búðir
Þá er hún komin út bókin Leyndarmál hundaþjálfunar eftir Heiðrúnu Villa sem skrifaði bókina Gerðu besta vininn betri og Tindur gaf út 2008. Í stuttu máli: þetta er allra flottasta bók sem gefin hefur verið út um hunda á Íslandi. Það er bara þannig og erfitt að mótmæla því. Sjá kynningu hér á síðunni.
Bókaútgáfan Tindur • Kt. 450913-0810 • Kotárgerđi 1 • 600 Akureyri
Sími: 777 2777 og 660 4750 • Email: tindur@tindur.is